Örn er byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í sjálfbærni bygginga og þá sérstaklega gagnvart dagsbirtuhönnun. Örn hefur einnig tileinkað sér umsjón og ráðgjöf varðandi upplýsingalíkön mannvirkja (BIM).
Örn stundaði nám við Háskóla Íslands og Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi (KTH) þaðan sem hann útskrifaðist með mastersgráðu í byggingarverkfræði (e. M.Sc. Architectural Engineering).
Þegar Örn er ekki í vinnunni að greina dagsbirtu eða annað líkt tileinkar hann tímanum sínum ljósmyndun eða einhverskonar útivist en það eru hans helstu áhugamál.
Annað....
Sérsvið:
Teymið
ABOUT
TEAM
PROJECTS
NEWS
CONTACT
Teymið
Liska er í grunninn raflagna- og lýsingarhönnunarfyrirtæki með yfir 30 ára víðtæka reynslu í lýsingar- og raflagnahönnun bygginga, gatna og svæða. Liska býður upp á persónulega þjónustu með heildstæðum lausnum þar sem mannleg nálgun er ávallt höfð að leiðarljósi.
Hjá fyrirtækinu starfa einstaklingar með ólíkan bakgrunn en brennandi áhuga og metnað fyrir ljósvist. Bakgrunnur starfsmanna Lisku er m.a. í arkitektúr, byggingaverkfræði, lýsingarhönnun, raflagnahönnun, rafmagnsverkfræði og tækniteiknun.
Saman myndar Liska sterka heild með sérfræðikunnáttu á ýmsum sviðum.
Þjónusta
Hjá Lisku er það markmið að ná fram því besta í ljósvistinni og gæta þess að samspil náttúrulegrar lýsingar og rafmagnslýsingar sé eins gott og mögulega hægt er fyrir notendur.
Liska leggur upp með persónumiðaða lýsingu (e. human centric lighting) í sinni hönnun sen gengur út á að setja manneskjuna í fyrsta sæti og taka tillit til lífræðilegra þátta sem og upplifun notenda.
Meðal þeirrar þjónustu sem Liska veitir er:
- Ljósvistarhönnun
- Raflagnahönnun
- Dagsbirtu- og rýmisgreiningar
- Sýningarlýsing
- Stýringar
- Renderingar
- Stefnumótun
Hafðu samband til að læra meira um þjónustu Lisku!
Viðurkenningar
Liska ehf. setur markið hátt í öllum verkefnum og hefur fyrir vikið hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar á alþjóðavísu ásamt samstarfsaðilum sínum. Dæmi um verðlaun eru "IES Illumination Awards", "Íslensku lýsingarverðlaunin", "Darc awards", "German Design awards", "LIT awards", og fleiri.