top of page

Af hverju Liska?

LJÓSVISTARHÖNNUÐUR GETUR GERT ÞÍNA SÝN AÐ VERULEIKA

Ljósvistarhönnuðir nýta reynslu, hæfileika og sérfræðikunnáttu til að tryggja að verkefni uppfylli kröfur, staðla og reglugerðir auk þess að fylgja eftir kostnaðaráætlun. Með því að vera hluti af verkefninu frá upphafi getur ljósvistarhönnuðurinn leitt verkefnið frá fyrstu hugmyndavinnu í gegnum byggingu verkefnis og seinna notkun þess með ávinning sem gæði lýsingarhönnunar skilar að leiðarljósi. Vel unnin ljósvistarhönnun stuðlar að því að undirstrika sjónræn gildi og gæði rýmisins, aðdráttarafl byggingarlistarinnar, orkunýtni, sjálfbærni í umhverfinu og öryggi.

 

Sérfræðingur í ljósvistarhönnun:

  • Mætir þörfum fólksins sem kemur til með að nota rýmið.

  • Velur vörur í samræmi við kostnað og orkunýtingu sem eru hvað mest viðeigandi í hverju verkefni fyrir sig.

  • Skapar frumlegar lausnir á lýsingu sem stuðlar að hinu fullkomna jafnvægi milli notagildis og fagurfræði.

  • Leysir einstakar áskoranir lýsingar í fjölbreyttu rýmum og svæðum bæði innan- og utanhúss.

  • Styrkir og bætir rými með skapandi en á sama tíma nytsamlegri ljósvistarhönnun.

 

Þegar unnið er með ljósvistarhönnuði í verkefni þá njóta arkitektar og viðskiptavinir góðs af hæfileikum hönnuðarins til að skapa rýmið, búa til ákveðna dýnamík, auka vellíðan og afhjúpa form og áferðir.

LJÓSVISTARHÖNNUÐIR GERA RÁÐ FYRIR KOSTNAÐI TIL LENGRI TÍMA

Þátttaka ljósvistarhönnuðar í verkefni gerir það að verkum að hugsað er fyrir langtímakostnaði hvað varðar tækni, framkvæmdir og fagurfræði.

 

KOSTNAÐARSTÝRING Í VALI TÆKJABÚNAÐAR

Ljósvistarhönnuður mun annað hvort hanna lausn sem mætir þeirri fjárhagsáætlun sem lagt hefur verið upp með, eða koma að því að leggja upp fjárhagsáætlunina til að byrja með. Ljósvistarhönnuðurinn mun velja tækni frá nokkrum framleiðendum til þess að halda samkeppni í hámarki og/eða mæla með tækjabúnaði eða aðferðum sem munu lækka kostnað. Þar sem ljósvistarhönnuðurinn er ekki sá sem framleiðir, selur eða setur upp búnaðinn mun hans eða hennar þátttaka í verkefninu einungis hvetja til samkeppni og þar með tryggja besta verðið.

 

KOSTNAÐARSTÝRING FYRIR REKSTUR BÚNAÐAR

Aðferðir til að stýra og halda niðri kostnaði til lengri tíma eru líklegar til að vera mikilvægar fyrir viðskiptavininn og/eða eigandann. Greining lýsingarhönnuðarins á líftíma verkefnisins mun sýna fram á kosti þess að fjárfesta í ákveðinni tækni og tækjabúnaði. Það er til fjöldinn allur af aðferðum sem hönnuðir notast við til að stuðla að lækkun kostnaðar sem verður verkefninu til hags, sem dæmi má nefna:

  • FORÐAST YFIRLÝSINGU
    Í sumum tilfellum getur kostnaður minnkað einfaldlega með því að yfirlýsa ekki rými. Yfirlýsing er algeng þegar rýmið er ekki lesið rétt eða þegar stöðlum eða leiðbeiningum er fylgt um of þegar kandelur eru mældar, þ.e. lýsingin sem þú sérð.

  • AÐ BÆTA ENDURVARPIÐ OG INNLEIÐA DAGSBIRTU
    Að bæta endurkastsstuðul (e. reflectance) yfirborðsflata getur hjálpað til við að lækka kostnað á lýsingu. Einnig er hagstætt að innleiða dagsbirtu og stýra henni þannig að hún vinni með raflýsingunni.

  • ÁHRIF LÝSINGAR Á FÓLK
    Gæði lýsingar hefur mikil áhrif á fólk og hegðun þess. Nýjar rannsóknir sýna fram á að lýsing hefur töluverð áhrif á afköst á vinnustöðum, aðdráttarafl sem verslunargötur hafa á fólk eftir lokun á kvöldin og fleira. Lýsingarhönnuðir eru sérstaklega meðvitaðir um þessi vandamál sem og þá tækni sem mælt er með til að draga úr þeim.

 

  • FAGURFRÆÐILEGUR KOSTNAÐUR
    Tæknileg þekking er færni sem hægt er að læra en hæfileikar og auga fyrir sköpun ekki. Verðmæti góðrar og frumlegrar hönnunar er erfitt að meta og það veltur oft á tíðum á mati fólksins sem kemur til með að nota rýmið. Hins vegar er munurinn á vinnu ljósvistarhönnuðar og aðila sem hefur ekki sömu þekkingu oft mjög augljós og er hægt að meta vinnuna og afraksturinn bæði á fagurfræði en einnig líftíma og gæðum ljóssins.

 

 

Af hverju ættir þú að ráða ljósvistarhönnuð í þitt verkefni?

Með því að innleiða ljósvist í heildar nálgun hönnunar getur ljósvistarhönnuður hjálpað við að ná fram fullkomnu jafnvægi milli annars vegar fagurfræði og virkni og hins vegar nýtni og nýsköpunar. Ljósvistarhönnuðir skilja hlutverk lýsingar í arkitektúr og notfæra sér reynslu og sérþekkingu á lýsingarbúnaði og kerfum til að styrkja hönnun.

Hjá Lisku starfa sérfræðinga með víðtæka þekkingu í ljósvistar- og raflagnahönnun. Liska er margverðlaunuð fyrir verkefnin sín bæði á íslenskum og erlendum markaði og tilheyra starfsmenn Lisku meðal annars samfélaginu IALD sem krefst mikillar sérþekkingar og stöðugrar endurmenntunar.

(Text: 31st Annual IALD International Lighting Design Awards)

bottom of page