top of page

Freyjugarður

Tegund verkefnis: Almenningsgarður

Staðsetning: Freyjugata, Reykjavík, Ísland

Ár: 2022-2023

Verkkaupi: Reykjavíkurborg

Hlutverk Lisku:

  • Lýsingarhönnun

  • Forritun

  • Raflagnahönnun

  • Renderingar

Samstarfsaðilar verkefnis:

Landmótun

Reykjavíkurborg

Sigrún Úlfarsdóttir

Narfi Þorsteinsson, listamaður

Framleiðendur:

Louis Poulsen / Epal

Bega / Ískraft

Eclatec / Ískraft

WeEF / S. Guðjónsson

Visual Production / Exton

Ljósastaurar - FerroZink

 

Ljósmyndun: Örn Erlendsson / www.oe-photo.com

Nafnið Freyjugarður vísar til þess að garðurinn er tileinkaður íslenskum skáldkonum en ljóðastandar í garðinum bera ljóðatexta eftir fimm íslenskar núlifandi skáldkonur. Hugmynd garðsins er hugarfóstur Sigrúnar Úlfarsdóttur en hönnunin er eftir Landmótun.

Garðurinn er staðsettur í grónu hverfi í hjarta Reykjavíkur við Freyjugötu. Fallegir pollar lýsa leið gesta inn í garðinn. Veggmynd eftir Narfa Þorsteinsson fær nýtt líf þegar rökkva tekur en miðpunktur verksins, sem ber heitið Yggdrasil, er innrammað með gobokastara. Kastarar draga fram trjákrónur og í horni garðsins hangir lampi sem gefur heimilislegan blæ.

Öll lýsing er 2700K og dimmast samkvæmt forskrift til að valda ekki truflun, ljósmengun eða orkusóun. Pollar lýsa áfram inn í nóttina til að skapa öryggi í garðinum. Tveir litakastarar lýsa stóra trjákrónu breyta um lit í takt við tilefnisdaga.

 

Formleg opnun garðsins fór fram 6. september en fjallað var um opnunina á heimasíðu Reykjavíkurborgar. 

Frá hugmynd að veruleika

Í hönnunarhluta verkefnisins var notast við tölvugerðar þrívíddarmyndir til að móta og kynna hugmyndavinnu og nálgun verkefnisins. Tölvugerðar myndir voru jafnframt notaðar í grendarkynningum. Myndir úr hönnunarferlinu má sjá hér fyrir neðan.

LIT-Design-Awards-2024.png
bottom of page