Örn er byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í sjálfbærni bygginga og þá sérstaklega gagnvart dagsbirtuhönnun. Örn hefur einnig tileinkað sér umsjón og ráðgjöf varðandi upplýsingalíkön mannvirkja (BIM).
Örn stundaði nám við Háskóla Íslands og Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi (KTH) þaðan sem hann útskrifaðist með mastersgráðu í byggingarverkfræði (e. M.Sc. Architectural Engineering).
Þegar Örn er ekki í vinnunni að greina dagsbirtu eða annað líkt tileinkar hann tímanum sínum ljósmyndun eða einhverskonar útivist en það eru hans helstu áhugamál.
Annað....
Sérsvið:
Teymið
ABOUT
TEAM
PROJECTS
NEWS
CONTACT
BROCHURE
Design: Liska
Scope: Ljósvistar- og raflagnahönnun og ljóslistaverk. Þrívíddarmyndir.
Project type: Almenningssvæði / Listaverk
Location: Mjódd, Reykjavík, Iceland
Year: 2019-2021
Size: N/A
Client: Reykjavíkurborg
Status: Í vinnslu
Awards:
LIT Lighting Design Awards 2022 - Honourable Mention
Collaborators:
-
Landmótun: Landslagshönnun
-
Verkís: Snjóbræðslukerfi
-
NNE: Burðarþolshönnun ljósaramma og eftirlit með verkframkvæmd
-
Guðrún Birna Sigmarsdóttir, verkefnastjóri Reykjavíkurborgar
-
Listasafn Reykjavíkur og Erró
-
Verkvík-Sandtak: Smíði og polyhúðun ramma í ljósaskúlptúr
-
Garðsmíði: Verktaki með verklegri framkvæmd áfanga 1
Photography: Courtesy of Örn Erlendsson / www.oe-photo.com
Drone footage: Árni Sæberg
Um verkefnið
Torgin þrjú hafa hvert sitt einkenni. Á fyrsta torginu sem liggur á milli Breiðholtskirkju og Þangbakka 8-10 er einkennið gróður, afslöppun og ljósaskúlptúr sem fjallað var um hér fyrir ofan.
Torgið sem liggur á milli Álfabakka og Þangbakka einkennist af grösugum sólríkum svæðum auk þess sem þetta torg tengir saman torgin þrjú. Á torginu er því jafnframt að finna afmarkaðar gönguleiðir og litríka hjólaboga. Tré voru gróðursett á torginu og þegar rökkva tekur eru trén böðuð ljósi svo litríkir skuggar varpast á útveggi Álfabakkabíós.
Einkenni þriðja og síðasta torgsins er samkoma, leikur, viðburðir og menning. Á torginu eru klasar af litríkum túlípanastólum sem eru staðsettir á sólríkustu svæðum torgsins. Á torginu er mastur með viðburðartengli svo auðvelt er að halda alls konar viðburði. Þegar sólin sest fær torgið nýtt líf. Lýsing í stéttinni skiptir um lit í takt við viðburði og tímabil svo sem bleikan október og þjóðhátíðardag. RGB kastarar baða torgið í lit sem hvetur gesti til leiks en skuggamyndun er margskipt og verða gestur hluti að litríku ljósverki þegar þeir hreyfa sig um torgið. Listasafn Reykjavíkur skaffaði listaverk eftir Erró sem varpað er á sorptunnugeymslu fyrir utan Mjóddina með Gobo-kastara. Þessi mikilvæga viðbót setur punktinn yfir "i-ið" á svæðinu.
Mjódd - Endurbætur torga 1, 2 og 3
Verkefnið er unnið í samstarfi við Landmótun landslagsarkitekta og Reykjavíkurborg. Verkefnið er hluti af endurbótum í Mjóddinni og skiptist verkefnið í þrjú torg sem hver um sig hafa sitt einkenni.
Hluti af endurbótum á svæðinu var að skapa aðlaðandi rými með bekkjum, gras- og gróðursvæðum skipt með eyjum úr corten-stáli og endurnýja hellulögn. Götulýsing var jafnframt endurnýjuð með það að leiðarljósi að auka öryggistilfinningu en jafnframt skapa þægilega og aðlaðandi stemmingu. Á einni af gróðureyjunum var áætlað að útbúa kennileyti fyrir svæðið en verkefnisforsendur voru að skapa aðdráttarafl á svæðinu sem myndi laða að unga jafnt sem aldna og hvetja fólk til leiks. Var því lagt upp með að skapa eitthvað litríkt fyrir svæðið sem myndi bjóða upp á leik og vera jafnvel áhugavert myndefni.
Liska lagði fram nokkrar tillögur, meðal annars litríka ljósramma sem urðu að lokum fyrir valinu. Ljósarammarnir hvetja fólk til að staldra við, leika sér og taka myndir. Rammarnir eru uþb. 2-3 metrar í þvermál, auk þess er þeim snúið um miðás þannig að úr verður áhugavert og óreglulegt form sem er breytilegt eftir sjónarhorni. Í römmunum eru einnig lampar sem endurkasta liti rammanna út í umhverfið. Rammarnir bjóða því upp á ólíka stemmingu eftir því hvort að það er dagur, ljósaskipti eða nótt. Það má því segja að ljósrammarnir séu lifandi skúlptúr. Það er von hönnunarteymisins að rammarnir verði aðdráttarafl á svæðinu um ókomna tíð.
Landmótun hannaði allt sem við kom landslagi, gróðri, staðsetningu bekkja og svæði undir kennileyti en Liska sá um að endurhanna lýsingu og raflagnir á svæðinu, lýsingu í bekki og hönnun á ljósrömmum sem staðsettir eru á torgi 1 milli Breiðholtskirkju og Þangbakka.
Aðrir samstarfsaðilar sem komu beint að hönnun ljósrammanna voru NNE en þeir sáu um burðarþolsgreiningu ramma, Verkvík/Sandtak sáu um smíði og polyhúðun ljósaramma.
Þrívíddarmyndir eru unnar af Lisku og voru þær meðal annars notaðar í hönnunarstúdíur, ljósvistarforvinnu og kynningarefni.