Nýlega birtist umfjöllun um lýsingu nýja fimm stjörnu hótels Bláa Lónsins, The Retreat at Blue Lagoon, í tímaritinu LUX review.
Í greininni er fyrst og fremst fjallað um hvernig lýsing er notuð til að vekja gesti hótelsins. Þannig hefur lampi sem er 1,2m í þvermál og er staðsettur bakvið dúk í lofti hótelherbergisins þann eiginleika að litarhitastigið breytist frá því að vera hlýtt í það að vera kalt eða um 5600K á fimm mínútum. Gestir hótelsins geta beðið um að fá slíka vakningu og vakna því við ljós en ekki við hljóð eins og algengara er.
Þessi sami lampi hefur svo fjölmargar stillingar sem gestirnir geta stýrt meðan á dvöl þeirra stendur, en meðal annars er hægt að kalla fram mismunandi litarhitastig og styrk birtu.
Hér má finna greinina í heild sinni
Comments