top of page

Garðatorg í nýju ljósi

  • Writer: Liska ehf.
    Liska ehf.
  • Mar 28
  • 1 min read

Undanfarið hefur Garðabær staðið að endurbótum á Garðatorgi með það að markmiði að lífga upp á og gera menningu hærra undir höfuð á svæðinu. Ljósvist spilar þar stórt hlutverk en endurbætur hafa verið gerðar til að ýta undir samspil rýmis og lýsingar.



Í dagsbirtu fellur ljós í gegnum litaðar filmur sem skapa skemmtilega upplifun gesta. Filmurnar hafa þann eiginleika að litur ljóssins breytist eftir því hvaða gráðu sólargeislarnir lenda á filmunum.



 Þegar rökkva tekur teiknar raflýsing upp gleryfirbygginguna. Mögulegt er að breyta um lit á lýsingunni í takt við viðburði eða tilefnisdaga. Markmiðið með lýsingunni er að styrkja rýmið sem samkomustað þar sem lýsingin hefur áhrif á upplifun gesta og vonandi ýta undir fjölbreytta notkun rýmis þar sem lýsing hefur jákvæð áhrif og vekur gleði.







Ljósmyndir: Katerína Blahutova



 
 
 

Comments


Commenting on this post isn't available anymore. Contact the site owner for more info.
bottom of page