top of page
Search
Writer's pictureLiska ehf.

Tilnefning í Mondo-DR Awards

Mondo-DR er alþjóðlegt tímarit, stofnað 1990, um tækni í afrþeyingar- og skemmtanabransanum. Frá árinu 2017 hefur tímaritið staðið fyrir verðlaunahátíð um lýsingu fyrir ljósvistarhönnuði, arkitekta, hljóðvistarhönnuði, framleiðendur, og heildsala. Veitt eru verðlaun í ýmsum flokkum en í ár er útilýsing Hallgrímskirkju tilnefnd í flokkinum "House of worship". Í verkefninu er notast við Pharos ljósastýringar og lampabúnað frá Griven en hér má lesa nánar um verkefnið.


Í ár keppa 85 verkefni um viðurkenningu í 15 flokkum en dómnefnd skipuð lýsingarhönnuðum, arkitektum, viðburðarhönnuðum, og öðrum sérfræðinum í faginu, velja sigurvegara í hverjum flokki.


Flokkarnir eru eftirfarandi:

  • Arena

  • Bar

  • Concert hall

  • House of worship

  • Multipurpose venue

  • Museum

  • Nightclub

  • Parks & attractions

  • Performance venue

  • Restaurant

  • Retail & leisure

  • Stadium

  • Theater

  • Transport & built environment

  • Sustainability award

Hér má sjá lista yfir öll tilnefnd verkefni í flokkinum "House of worship" https://mondodrawards.com/2023/the-shortlists/


Samsett mynd frá Mondo DR

Samstarfsaðilar verkefnisins:

  • Hallgrímskirja

  • Liska ehf.

  • Luxor

  • Fagraf

  • Pharos Architectural Lighting Controls

20 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page