top of page
Search
Writer's pictureLiska ehf.

Liska vinnur æðstu verðlaun IES

Updated: Aug 30, 2023

Við gætum ekki verið stoltari að segja frá því að Liska vann til tvennra verðlauna á árlegri verðlaunaafhendingu alþjóðlegu ljóstæknisamtakanna, Illumination Engineering Society (IES), í byrjun ágúst í Chicago, USA. Þar á meðal unnum við æðstu verðlaun sem veitt eru fyrir lýsingarhönnun.

Stoltir lýsingarhönnuðir Lisku með verðlaunagripina. Frá vinstri til hægri: Kateřina Blahutová, Guðjón L. Sigurðsson og Örn Erlendsson. Ljósmynd IES.

Þetta var í 50. skipti sem viðburðurinn var haldinn en hann er í senn ráðstefna, samkoma og fögnuður fagaðila úr lýsingageiranum á alþjóðavísu. Á viðburðinum fer fram verðlaunaafhending þar sem veitt eru verðlaun fyrir verkefni sem þótt hafa skarað framúr á undangengu ári. Verðlaunin þykja ein virtasta viðurkenning í lýsingargeiranum á heimsvísu.


Dómnefnd skipuð 20 fagaðilum, svo sem lýsingarhönnuðum og framleiðendum, metur verkefni í fjórum flokkum en í ár voru 623 innsend verkefni víðs vegar að úr heiminum. Af þessum 623 verkefnum voru 211 verkefni sem fengu viðurkenningu (e. award of merit), 10 verkefni sem fengu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur (e. award of excellence) og eitt verkefni sem fékk æðstu verðlaun (e. award of distinction). Lesa má um alla verðlaunahafa í nýjasta tímariti LD+A .


Öll verkefni eru metin blint, það er að segja, dómnefnd veit ekki hvar viðkomandi verkefni er í heiminum eða hver stendur á bak við það og eru ströng skilyrði metin og þeim gefin einkunn. Ýmsir þættir eru metnir svo sem lausn við tæknilegum áskorunum, samspil arkitektúrs og lýsingar, stýringar, ljóstæknileg atriði, upplifun notenda og heildarnálgun verkefnis. Þá eru einnig veitt bónus stig fyrir fyrirmyndar frammistöðu.



Liska hlaut verðlaun fyrir hönnun sína við Hallgrímskirkju, annars vegar í flokki innanhúslýsingar og hins vegar utanhúslýsingar.



IES Award of Excellence for Outdoor Lightin design

Fyrir utanhúslýsingu var Hallgrímskirkja meðal þriggja verkefna sem hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi utanhúslýsingarhönnun en hin tvö verkefnin voru Cathedral Church of St. James, Toronto Canada, og Novartis Pavillon Zero Energy Media Facade, Basel Sviss.

Ljósmynd: Örn Erlendsson

IES Award of Distinction for Interior Lighting design

Innanhúslýsing Hallgrímskirkju þótti hlutskörpust og fékk æðstu verðlaunin sem veitt voru. Við erum virkilega stolt af árangrinum og þessari miklu viðurkenningu.

Ljósmynd: Örn Erlendsson

Verðlaunin eru ekki bara okkar heldur allra sem komu að verkefninu og óskum við Hallgrímskirkju sérstaklega til hamingju með viðurkenningarnar. Góður undirbúningur, opið samtal, ásamt jákvæðu og lausnarmiðuðu hugarfari var lykillinn að góðu samstarfi hlutaðeigandi aðila og er það ekki síst því að þakka að svona vel tókst til.


Mynd 1: Örn heldur þakkarræðu. / Mynd 2: Liska ásamt fulltrúum Erco, þeim Johan Elm og Anders Lydén

Mynd 3: Liska ásamt Alfreð Sturla Böðvarssyni frá Luxor / Mynd 4: Verðlaunahafar IES 2023.

Ljósmyndir: IES


Ljósmyndir: Örn Erlendsson


Frá vinstri til hægri: Alferð Sturla Böðvarsson (Luxor), Johan Elm (Erco), Örn Erlendsson (Liska), Katerina Blahutová (Liska), Guðjón L. Sigurðsson (Liska), Anders Lydén (Erco)

Nánar er fjallað um verkefnin á verkefnavef Lisku:


og í eldri fréttum um verkefnið, svo sem hér:


Tengiliður verkefnis: Örn Erlendsson / orn@liska.is

361 views0 comments

Comentários


Os comentários foram desativados.
bottom of page