top of page
Search
Writer's pictureLiska ehf.

IES fjallar um sýkleyðandi útfjólublátt ljós (GUV)

Alþjóðlega ljóstæknifélagið (IES) hefur skorist í umræðuna um baráttuna gegn COVID-19 og gefið út skýrslu sem skrifuð er af nefnd innan IES sem sérhæfir sig í líffræðilegum áhrifum ljóssins (Photobiology comittee). Í skýrslunni er fjallað um sýklaeiðandi útfjólublátt ljós, eða germicidal ultraviolet disinfection (GUV), og áhrif þess á bakteríur, myglusvepp, sveppagró og fleira. Í skýrslunni má finna svör við algengum spurningum um GUV.


Þar kemur fram að GUV getur nýst sem viðbót þegar sótthreinsa á rými og til að takmarka útbreiðslu ýmissa sýkinga á sjúkrastofnunum en að mikilvægt sé að þessi aðferð sé ekki notuð á einkaheimilum en það getur í stuttu máli reynst hættulegt.


Fjölmargir miðlar hafa fjallað um þetta efni upp á síðkastið en ljóst er að aðferðin er enn í mikilli þróun og mörgum spurningum er enn ósvarað. Mikilvægt er að taka þeim fjölda upplýsinga sem komið hafa fram með fyrirvara en IES hefur þó fjallað um málið á faglegan og gagnrýnan hátt og setur fram kosti og galla þess.


IES er eins og áður segir alþjóðlegt ljóstæknifélag sem var stofnað árið 1906 og hefur sent frá sér fjöldann allan af fræðiefni á sviði ljósvistar. Meðlimir félagsins eru með fjölbreyttan bakgrunn en þar geta arkitektar, verkfræðingar, ljósvistarhönnuðir, nemar, framleiðendur, vísindamenn og fleira verið með aðild. Markmiðið er að ná saman öllum þeim sem þekkingu hafa á ljósvist til að rannsaka og setja fram hugmyndir í fræðigreininni sem gagnast almenningi.


Áhugavert er að ljósvist hafi möguleika á að spila enn stærri þátt í heilbrigðismálum en hún hefur gert hingað til og það verður því áhugavert að fylgjast með framgangi þessa efnis í framtíðinni.


Hér má sjá skýrsluna og myndband sem útskýrir GUV betur.




52 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page