top of page

PLDC í París

  • Writer: Liska ehf.
    Liska ehf.
  • May 12, 2017
  • 1 min read


Við hjá Lisku erum heldur betur spennt fyrir Professional Lighting Design Convention (PLDC) sem haldin verður í París í Nóvember á þessu ári. Guðjón, lýsingarhönnuður hjá Lisku, mun koma til með að halda erindi á ráðstefnunni en hann er fyrsti íslendingurinn sem kemur fram á PLDC.


Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Lighting new horizons of well-being at Blue Lagoon Iceland og fjallar um hótelið og heilsulindina sem opnar í haust .

Guðjón og samstarfsfélagar hans í Rafteikningu unnu árið 2006 Norrænu lýsingarverðlaunin fyrir lækningarlindina í Bláa Lóninu en lýsingin spilar stóran þátt í mannvirkinu sem Bláa lónið er orðið í dag.


Aðrir sem koma fram á ráðstefnunni eru til að mynda Dean Skira lýsingarhönnuður hjá Skira ltd. og Kathryn Gustafson landslagsarkitekt en í heildina verða um 70 fyrirlesarar sem fjalla um verkefnin sín. Hægt er að finna frekari upplýsingar um ráðstefnuna hér.




 
 
 

Comentarios


Ya no es posible comentar esta entrada. Contacta al propietario del sitio para obtener más información.
bottom of page