top of page
Search
Writer's pictureLiska ehf.

Sundhöll Reykjavíkur

Nýlega opnaði útilaug Sundhallarinnar í Reykjavík sem VA arkitektar hönnuðu. Sundhöllin er ein af þekktustu byggingum Reykjavíkur en byggingin var hönnuð af Guðjóni Samúelssyni árið 1937 og var því verkið án efa mikil áskorun. Í viðtali við arkitektana sem birtist á RÚV á dögunum tala þeir um að helsta markmið hönnunarinnar var að búa til uppbyggilegt og áhugavert samtal með eldri byggingunni. Þeir reyndu eftir fremsta megni að raska gömlu byggingunni sem minnst og allt efnis- og litaval tekur mið af því að leyfa gömlu byggingunni að halda sér og á sama tíma njóta sín. Nýja byggingin er einnig mjög gagnsæ svo að gamla byggingin sést þegar horft er í gegn frá Barónsstígnum og skyggir nýja byggingin því ekki á gömlu bygginguna.


Mynd: VA arkitektar

Starfsmenn Lisku hönnuðu lýsingu nýju laugarinnar á sínum tíma þegar þeir störfuðu hjá Verkís. Verkís sá svo um að ljúka hönnuninni. Mikið var lagt upp úr því að lýsingin undirstriki arkitektúrinn og því sem arkitektarnir leituðust eftir að ná fram í byggingunni. Það er því vel þess virði að heimsækja laugina að kvöldi til og njóta stemmningarinnar sem þar myndast.


Mynd: VA arkitektar

Hér má sjá viðtalið við Ólaf Óskar Axelsson og Karl Magnús Karlsson hjá VA arkitektum (Umfjöllunin um sundhöllina byrjar á mínútu 15).

31 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page