top of page
liska_logo.png
UM LISKU

“Lýsing er bæði listform og vísindi” (Richard Kelly 1952)

sunset.jpg

Reynsla okkar nær meðal annars til verkefna fyrir heilbrigðisstofnanir, menntastofnanir, hótel, heilsu og vellíðan, sundlaugar, landslag, ljóslistaverk, gatnalýsingu, söfn, kirkjur, íbúðarhúsnæði og svo mætti lengi áfram telja. Viðskiptavinir okkar eru jafn fjölbreyttir og verkefnin eru mörg og höfum við tekið að okkur verkefni fyrir ríki, sveitarfélög, stofnanir og einstaklinga.

Við sækjum innblástur í breytilegt nærumhverfið. Íslensk náttúra spilar þar stóran þátt og hefur einstakur næturhiminninn yfir Íslandi mikil áhrif í okkar nálgun. Náttúrulegar uppákomur eins og skuggamyndun, endurkast, speglun og samspil lýsingar og litadýrðar íslenskrar náttúru, eru ávallt ofarlega í okkar huga og veita okkur innblástur í verkefnum.

CF0056003345 copy2.jpg

Ljósmynd: Ragnar Th. Sigurðsson

liska /lɪska/

nafnorð

Liska er íslenskt orð fyrir hugtakið chromaticity sem er mælikvarði á litgæði ljóssins.

Liska skapar rými með náttúrulegu ljósi og raflýsingu í manngerðu umhverfi til að undirstrika arkitektúr, form og upplifun. Nálgun Lisku byggir á rannsóknum, nýsköpun, fagurfræði, verkfræði, líffræði og gildum norrænnar ljósvistarhönnunar. 

Liska er í grunninn raflagna- og lýsingarhönnunarfyrirtæki með yfir 30 ára víðtæka reynslu í lýsingar- og raflagnahönnun bygginga, gatna og svæða. Liska býður upp á persónulega þjónustu með heildstæðum lausnum þar sem mannleg nálgun er ávallt höfð að leiðarljósi. Hjá fyrirtækinu starfa einstaklingar með ólíkan bakgrunn en brennandi áhuga og metnað fyrir ljósvist. Bakgrunnur starfsmanna Lisku er í arkitektúr, byggingaverkfræði, lýsingarhönnun, raflagna- hönnun, rafmagnsverkfræði og tækniteiknun.

 

Saman myndar Liska sterka heild með sérfræðikunnáttu á ýmsum sviðum. 

cave.jpg

Umhverfisáhrif skipta okkur miklu máli og höfum við hjá Lisku það að leiðarljósi í ljósvistarhönnun, stórra sem smárra verkefna, að lágmarka neikvæð áhrif lýsingar á nærumhverfið sem og að stuðla að umhverfisvænum lausnum. Samspil náttúrulegrar lýsingar, raflýsingar og ljósastýringa er lykillinn og í hverju verkefni höfum við það sem markmið að skapa lokaafurð sem hefur fullkomið jafnvægi milli hagnýtrar lýsingar og skapandi hönnunar.

Liska er undir áhrifum norrænnar ljósvistarhönnunar. Sérstaða norrænnar ljósvistarhönnunar byggir á því hvernig við upplifum sólarljósið og hlýleika þess á annan hátt en til dæmis fólk í Mið- og Suður-Evrópu og yfirfærum þá upplifun í okkar hönnun. Hugmyndafræði norrænnar lýsingar-hönnunar byggir að miklu leyti á hugtakinu „Human Centric“ eða „mannleg nálgun“ sem er einn aðalþátturinn í henni. Mismunandi þættir, svo sem virðing fyrir skandinavískri arfleifð og heildstæð nálgun sem tekur mið af vistfræði, sjálfbærni og skynjun rýmis, gegna þar mikilvægu hlutverki með samspili fagurfræði og notagildis. Góð ljósvist er virðisauki sem bætir lífið með samspili arkitektúrs og rýmis og nær fram fullkomnu jafnvægi milli notagildis, fagurfræði og sjálfbærni. 

bottom of page